Hlustum á og skiljum notendur
Hönnun nýrra stafrænna lausna og þjónustu gerist ekki í tómarúmi. Hvort sem á að endurhanna innri ferla, þróa nýtt app eða bæta notendaupplifun er farsæld verkefna fólgin í góðum undirbúningi. Í því felst að hlusta á notendur og skilgreina réttar áskoranir strax í byrjun. Þessi undirbúningstími skilar sér til baka því það getur verið dýrkeypt að stytta sér leið og stökkva á hraðsoðnar lausnir.
Rétt skilgreind vandamál
Mikilvægt er að greina raunverulegan vanda: Hvað er virkilega að? Hvar er núningurinn? Ef við spyrjum réttu spurninganna og skoðum vel hvar vandinn liggur, því betur erum við í stakk búin að skilja hið raunverulega vandamál. Að ramma inn góða áskorun er lykilatriði og leiðarvísir fyrir teymi og hagsmunaaðila í því ferli sem framundan er. Góðar lausnir snúast ekki aðeins um að leysa vandamál—heldur að leysa rétta vandann.

Mikilvægi samkenndar
Í aðferðafræði notendamiðaðrar hönnunar (e. Design thinking) skiptir öllu að setja sig í fótspor notandans og hafa hann ávallt í fyrirrúmi. Það felur í sér að vera forvitin um notendur, spyrja réttu spurningana og ekki gera ráð fyrir ákveðinni niðurstöðu. Þetta er tími uppgötvunar. Athuganir, viðtöl við notendur og kannanir gerir þér kleift að skilja þarfir notenda og þannig fá mikilvæg sjónarhorn í hönnunarferlið. Þannig skapast lausnir sem endast og hafa raunveruleg samfélagsleg gildi.
Prófa lítið, læra hratt
Að útbúa proof of concept frumgerðir (e. prototypes) auðveldar hagsmunaaðilum að mynda sér skoðun og sjá fyrir sér lokaafurðina. Þessi nálgun hefur ýmsa kosti í för með sér því hún opnar umræður um hugmyndina/áskorunina, myndar samstöðu innan hóps samhliða mikilvægri endurgjöf til hönnuða. Með því að prófa lítið, skapast verðmæti og mikilvæg innsýn fæst í hvernig varan/þjónustan reynist notendum. Hér er hægt að nota einfaldar prófanir, frumgerðir til þess að uppgötva snemma hvað virkar og hvað ekki. Því fyrr sem þú lærir, því öruggari og betri verður lausnin i. Frumgerðir eru fyrsta skrefið í því að láta hugmyndirnar verða að veruleika og undirbúa þær fyrir prófanir.
Að lokum
Að hlusta á notendur og skilja þarfir þeirra er lykilatriði í farsælum stafrænum verkefnum. Ef þjónustan krefst samkenndar, umburðarlyndis og velvild í garð notenda þá á tæknin að taka tillit til þessara þátta. Kostir aðferðafræði notendamiðaðrar hönnunar (e. design thinking) eru margar og hún skapar rými til að hlusta vel á notendur, ýtir undir nýsköpun, eflir samstöðu og sparar tíma og kostnað til lengri tíma litið.
Hver er þín áskorun? Ertu búin/n að taka púlsinn á þínum notendum?